Það var venjulegur eftirmiðdagur hjá mér, ég sat og slappaði af í villu minni, sem að er á Spáni, en ég hafði keypt mér hana eftir að ég hætti gifturíkum knattspyrnustjóraferli. Marsille, Chelsea, Q.P.R. og Wigan eru bara dæmi um hve mörgum liðum ég hafði stjórnað til mikilla sigra. Allt í einu hringir síminn og á hinni línunni er stjórmarformaður Sunderland. Hann tjáir mér það að aldavinur minn Peter Reid hafi hætt störfum hjá félaginu til þess að taka við Real Madrid, gömlu stórveldi sem...