Það að stjórna hversu mikið ljós fer inn í myndavélina er í raun grunnurinn að ljósmyndun. Ljósmyndari getur stjórnað magni ljós sem fer inn í vélina og á filmuna (digital: ljósnemann) á tvennan hátt. Annarsvegar með hraða lokans (e: shutter speed) eða með ljósopum. Hér verður stuttlega útskýrt hvað ljósop eru og hvernig þau hafa áhrif á myndatöku. Ljósop (e:Aperture) eru vanalega táknuð með númerum sem kölluð eru f-stop eða f-number á ensku. Algeng ljósop eru f1.4, f2.0, f2.8, f4.0, f5.6,...