Ég hef þónokkrum sinnum spilað sims og haft gaman af, enda hvað er betra en að fá að stjórna lífi fólks… Vinkona mín er hinsvegar búin að vera föst í sims 4 daga… hún fór rétt svo út úr húsi til að sækja vinnu (það var að vísu mjög erfitt að koma henni út). Þá fer maður að koma inn á heilbrigði óhóflegrar tölvuleikjanotkunar, þar sem fólk festist í tölvuheiminum og verður í raun raunveruleikafirrt. Ég er alls ekki að segja að ég sé á móti tölvuleikjum,eða að þeir séu slæmir, ég spila þá oft...