Hér er málið: ég er í svolítilli trúarlegri flækju og ég var að vonast til þess að einhver hér gæti deilt með mér skoðunum sínum um þetta mál. Ég ákvað að setja þetta hingað til að ná að setja ef ekki nema smá af hugsunum mínum niður á ,,blað“ og pæla í þeim og svo er það sú staðreynd að ég hef engann til að tala við um þessi mál í fullri alvöru. Ég er kristin manneskja, var alin upp í kristni, skírð og fermd og allt það en undanfarið hef ég farið að efast um trúna. Ég á erfiðara og erfiðara...