Sjaldan held ég að júróvisjón hafi verið jafnspennandi og í gær og úrslitin komið jafnmikið á óvart. Ég held að allir geti verið sammála um að keppnin hafi verið glæsileg, sviðið var það flottasta sem ég hef séð í keppninni, kynnarnir (sérstaklega Reinard) fínir, mörg góð lög og fjölbreytni í búningum og sviðsframkomu…tjah..einstök. Birgitta stóð sig afskaplega vel, alveg eins og hetja og lenti enda ofarlega. Atriðið var stílhreint og ekki verið að setja neinar dýramyndir eða leika sér með...