Þegar þessi grein er skrifuð þann 8.desember eru 233 dagar í EuroJam, European Jamboree eða Evrópumót skáta. EuroJam verður haldið í Englandi í bænum Chelmsford í risa garði sem heitir Highlands Park. Mótið stendur frá 29.júlí - 10. ágúst. Fyrsta daginn er bara komudagur annan daginn er tjaldbúðavinna, svo næstu 9 daga er dagskrá á vegum mótsins. Dagskrá er mjög fjölbreytt og spennandi, t.d. má nefna heimsókn í Gilwell Park, Sigling niður Thames ánna, Euroville (evrópuþorp) og SPLASH!...