Þannig er mál með vexti að tölvan mín er tvískiptur persónuleiki. Þegar ég kveiki á henni þá fer allt í gang, viftur og allt, en ekkert meira. Það hefur virkað lengi að bíða í svolítinn tíma og ýta á restart, þá hefur hún startað sér. Núna virkar það ekki. Er einhver hér sem hefur einhverja hugmynd um hvað gæti verið að? Svo er annað. Ég keypti fyrir þónokkru síðan harðan disk og hýsingu. Það virkaði alveg fínt í nokkrar vikur. En ekki lengur, hef líka prófað að setja diskinn inn í tölvuna....