Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nornahraun (0 álit)

í Ljóð fyrir 10 árum, 1 mánuði
Á heiðum himni máninn skýr hátt dansa grænir þræðir. Í jökli eldstöð áköf býr úr æðum hennar blæðir. Úr kötlum norna kvikan flýr og kolsvart myrkrið glæðir. Í hjarni speglast eldur hlýr uns hraunið loks það bræðir. Í loftið gasi loginn spýr og landann víða mæðir. Á engjum gróður upp vex rýr ef eitrið lengi gnæðir. Er loginn niður loksins snýr þá líf að vana flæðir. Í skjóli nærist mosinn nýr og Nornahraunið klæðir.

Móðir Náttúra (gosið í Eyjafjallajökli) (3 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Kvikumolar þeytast frá kraumandi víti klettar og önnur stórkostleg grýti lenda svo hljóðir að mínum fótum. Móðir vor minnir á sinn ógnarlega kraft Markarfljót rautt rífur jökulsins haft rífur með skóga niður að rótum. Kvikan sem heima á djúpt í iðrum Jarðar ólgar á fjöllum, harðar og harðar svo dagur er myrkur, nóttin er rauð. Sem maður stend ég agndofa, hræddur, hljóður og himinninn ærslast, hávær, óður uns skýin falla niður, þurr og dauð. Öskrin frá eldinum mynda orð í eyrum „ég gæti...

Úr iðrum jarðar, úr iðrum sálar (3 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Gríp fast í haldreipi það sem býðst hamingjan yfir einum atburði yfirgnæfir allt annað… …í stutta stund. Allt dofnar í samanburði gleði sorg minningar og allt það sem áður fyllti minn huga… …í stutta stund. Þegar dagsbirtan smýgur inn um augu mín þegar hversdagsleikinn dregur upp venjulega mynd af þeim raunveruleika sem bíður mín handan við atburðinn handan við gleðina handan við brosið vaknar hin venjubundna sorg af dvala… …í langa stund. Flýjandi undan óumflýjanlegum aðstæðum uppi á...

Gjafmildi einbúinn (jólavísa) (1 álit)

í Ljóð fyrir 14 árum, 12 mánuðum
Fönnin köld fyllir mín skjálfandi vit og fæturnir þungir klífa kletta. Dumbrauðir logar dansandi kerta, draga úr kulda, lund mína létta. Ofan úr fjöllum ég nálgast bæinn úfið skegg mitt er nú orðið freðið. Þó fönnina finn ég kalda á kinn framundan börnin geta vart beðið. Fögur í eyrum mér óma nú lög er með veggjunum læðist ég kátur. Á svelli ég stirðlega renn og dett svo úr munni mér þeysist fram hlátur. Ég fyrir munn gríp en flissa nú samt fögur lögin á svipstundu þagna. Í átt að mér...

Í dvala (4 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum
tárin vöknuðu af dvala í nótt er mér sýndist ég sjá hana inni brosið sem áður bræddi mitt hjarta braut um leið eitthvað í sálu minni varir sem áður ég kyssti svo blítt opnuðust upp og sungu mér orðum setningar sem henni voru samdar nú hljómuðu fegurri en forðum öll þessi ást sem aldrei fór á brott hefur bara aukist föst hér inni ef þú kemur einhvern tíma aftur áttu vísan stað í sálu minni… … hlýjan fangar bara þá sem elska kuldinn grípur fast um þá sem sakna ísinn myndar rósir kringum...

Fimmtungur (2 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum
Hann fékk sér einn sopa í viðbót úr Café Latté bollanum sínum, hugsandi um hversu mikið bollinn hafði hækkað í verði frá skólabyrjun, einungis 4 mánuðum áður. 450 kr. fyrir bollann og 50 kr. aukalega fyrir heslihnetusýrópið er kannski engin óviðráðanleg upphæð að greiða en hann minntist þess þó að fyrir sömu upphæð gat hann áður fengið súkkulaðibitaköku í kaupbæti. Aðrar áhyggjur og alvarlegri en hátt kaffiverð fylltu þó huga hans þessa stundina. Verðbólgan hafði hækkað afborganirnar af...

Ó von, mín von (6 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum
horfi á bílana sem tæta upp malbikið stari á manneskjurnar berjast mót vindinum glápi á kumbaldana sem við eitt sinn reistum og þrái að allt muni hrynja, eyðast og hverfa… líkt og úrhellið sem þekur þessa dimmu borg streyma tárin innar og lita hjarta mitt grátt… líkt og vindurinn sem skekur þessa köldu borg feykist sálin mín til uns hún flýgur alltof lágt… hatast við peningana sem lita okkar líf pissa á skýjahallirnar sem vonir skópu sparka í þá spegilmynd sem ég er nú orðinn og vona að hún...

Blóðþorsti (5 álit)

í Ljóð fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Hana þyrstir í blóð, guðs útvöldu þjóð. Sprengjur hennar þjóta sem hungraður örn, yfir friðsælt fólkið og ómálga börn tæta sundur fjölskyldur, borgir og skinn, „Sigurinn verður minn! Sigurinn verður minn!“ Hana þyrstir í blóð, guðs útvöldu þjóð. Hana þyrstir í lönd, guðs útvöldu hönd. Vendi hennar hafa nú múslimar mætt, með blóðbragð í munni þeir fá ekki rætt samfélag þjóða lokar eyrunum þétt. „Þið eigið engan rétt! Þið eigið engan rétt!“ Hana þyrstir í lönd, guðs útvöldu hönd. Þau vantar...

Tilbrigði við þjóðsöng guðhræddrar þjóðar (3 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Ein eilífðar smásál, með titrandi tár, finnur sinn Drottin í ristaðri sneið. Hún tilbiður fenginn í hverri smárri neyð, þegar hún er vitlaus og þegar hún er leið. Hún telur að himnagata hennar sé greið, holan í skýjunum bíði tilbúin og gleið og nú standi Lykla-Pétur brosandi með ódáinsveigar og skeið …því öllsömul fáum við eitthvað í svanginn, svo Drottni sé þökk fyrir súpu og brauð. Ein eilífðar smásál, með titrandi tár, finnur sinn Drottin í eldgömlu riti. Hún tilbiður fenginn með sínu...

Uppistöðulónið (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
ég er svo tómur og holur að innan tárin renna óáreitt frá titrandi augum að innviðum mínum … uppistöðulónið í hjartanu er byrjað að flæða yfir bakka sína bara tímaspursmál hvenær veggirnir bresta -Danni pardus-

Er ég nógu sorgmæddur fyrir þig, Drottinn? (3 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Er ég nógu sorgmæddur fyrir þig, Drottinn? Er líf þetta það sem þú ætlaðist af mér? Einn af milljörðum, einn með mínum sorgum… Eru tárin mín næg fyrir drykk þinn, Drottinn? Flækist gleði mín alltof mikið fyrir þér? Einn af milljörðum, einn með mínum orgum… Vildir þú sjá þínar lífverur þjást? Það eina sem ég vil frá þér er ást… … Á hnjám fyrir framan þitt altari, Drottinn! Er bæn þessi sú sem þú óskaðir af mér? Einn af milljörðum, einn með mínum öskrum… Eru orðin mín næg fyrir loforð þín,...

Drottinshatur - Satanismi - Trúleysi - Forræðishyggja (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Satan! Þín loforð, svo sæt, inn í huga minn smjúga. Þín freistni, svo sæt, laðar huga minn að þér. Fæstir munu dánir upp til himna fljúga og vængirnir aldrei munu vaxa á mér. Drottinn! Ég mun ríða fyrir giftingu og ljúga! Í þrígang mun ég svo glaður afneita þér! Á þín ströngu boðorð, vil ég ekki trúa því mennskara hjarta leynist inni í mér! Drottinn! Ekki vil ég samkynhneigða fólkið grýta eingöngu vegna orða í fornu riti! Ekki mun ég snöru um háls þeirra hnýta sem hegða sér eftir þeirra...

...myrða hann (3 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hann heyrði hana æpa og heyrði hana biðja um hjálp. Hann reyrði hana niður og fékk sínu fram. Hann olli henni sári sem aldrei sést að utan. Hann barði hana niður og fékk sínu fram… …í barnaherberginu hennar. … Vægðarlaus vargurinn ráfar um göturnar. Vitlaus vargurinn ráfar um göturnar. Varnarlaus (!) vargurinn ráfar um göturnar okkar og á meðal vor. Einhver ætti að taka sig til, einhver sem hefur þor og… -Danni-

Hinn eldheiti faðmur trúarinnar (3 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Grandvaralausir klerkarnir boða gervöllu fólki, mér, Drottins orðin. Þeir sem munu staldra við og skoða sjá að þarna leynast fordómarnir og blessuð og þörf, svo guðdómleg, morðin! Grýttu það barn sem afneitar Drottni! Gerðu það glatt í frelsarans nafni! Gættu þess þó að höfuð þess votni í kirkjunnar skálum, blessun hljóti svo það loksins í Himnaríki hafni! Lestu heilaga og “sanna” ritningu þessa og kynnstu lygum og ljótleika hennar. Þeir rituðu um vofur sem mannfólkið blessa þessir morðóðu...

Ö,V-: Aabztrakt & Zoorrealýßkur Fazßist-Faßhion Relativismy? (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Eftir hæfilega sterka, mexíkóska máltíð drullaði ég á bláu flísarnar í stofunni, smurði saurnum á loðna bringuna mína, skvetti rauðri málningu á andlitið á mér, lét mig falla á dúnmjúkan rúskinnssófann, titraði og skríkti á áklæðinu í 69 sekúndur, öskraði Faðir Vorið á finnsku í átt að brotnum spegli, tók ferlið í heild sinni upp á litadaufa, rússneska kameru og skírði gjörninginn; “!pÓlItÍsKaR aNdStÆðUr Í vErÖlD dAuFhYgGðAr PaRt FJÓRIR,5?” (skrifað nákvæmlega svona) Verkið er núna sýnt á...

Lífrænt ræktað vélmenni (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Undir sólargeislum sefur hún vært sálin sem ég áður unni svo kært. Vélin mín ber mig á baki sínu en bindur mig fast að búri mínu. Á daginn hún starfi mínu sinnir sér bara verkin og á þau minnir. Hugsanir deyja, tilfinning dofnar meðan dagssvefn sálar aldrei rofnar. Sætur svefn sálar rofinn að nóttu sorgirnar fóru og hana sóttu. Hún halda vill vöku allar nætur og vélin mun drattast þreytt á fætur. … Þegar birtuna setur hljóða og myrkrið teygir sínar greipar rífur mig inn í nóttina og heldur...

Versta martröð siðapostulans [Alls ekki við hæfi pempía!] (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Leðursvipur, trölladildó og uppblásin rolla. Spandexgrímur, ristilþystill og vaselíndolla. Nokkur öflug hjálpartól gera mig ekki sjúkan. Tungupinnar, gervipíkur og klámspilastokkar. Marmelaði, ríðurólur og riflaðir smokkar. Drættir upp á gamla mátann gera vininn mjúkan. Hvolpahossið, sauropsþéttan og trúboðavaninn. Blásturstarfið, andlitsslettan og “frussandi raninn”. Aðferðirnar allar eru betri en að “strjúk’ann”. -pardus-

Umhverfis Jörðina í 40 orðum (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Líkt og Jú Ess Ey er gósenland lögfræðinga og sjónvarpsklerka, Frakkland er útópía listaspíra og matgæðinga, Ítalía er draumapleis letibykkja og sóldýrkenda er heili minn helvíti uppskafninga og sannkristinna, pottþéttur griðastaður klámleikkvenna og partýfíkla, og stærðar atvinnuvegur sálfræðinga og særingarmanna. -pardus-

Má bjóða þér bita? (17 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Fölbleikt og töfrandi útlit hennar strýkst við forvitna vitund mína og gleiðopin augu mín kætast Dúnmjúk og rjómakennd áferð hennar strýkst við iðandi fingur mína og gleið, opin, mun hún þá vætast Loðin og safarík rifan hennar strýkst við leitandi tungu mína og innst inni bragðið er sætast Stífur og biksvartur steinninn hennar strýkst við kámugar hendur mínar en við ruslið mun hann svo bætast því þetta er jú bara ferskja. -pardus-

Þögn (12 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég bað þig um að… tylla tveimur fjöðrum þínum á titrandi hjarta mitt svo það gæti flögrað tylla nokkrum strengjum þínum á titrandi hjarta mitt svo það gæti hljómað tylla ljúfum kossum þínum á titrandi hjarta mitt svo það gæti brosað. En þú ákvaðst að… þrýsta báðum fótum þínum á grátandi hjarta mitt svo það gæti þagað. -pardus-

Hugleiðingar hamsturs í kjölfar hversdagslegs amsturs (11 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Á hlaupahjólinu bruna ég líkt og hamstur gegnum hringrás og daglegt amstur. Tengdur í hverfla sem framleiða afl til að knúa einhverja vél. Finn svitann perla á enninu, gef frá mér óskiljanlegt babbl og höndin gefur mér mjel svo mér takist að líða vel. Reyni með hugsunum að komast út fyrir prísundina en líkt og með villtu vísundana yrði ég fljótt brotinn niður, skotinn sundur og rotinn síðar meir. Maðurinn, ég, þú, við, hann deyr, fastur innan rimla sem hann skapaði sjálfur. Ég er kálfur…...

Trúarjátning trúleysingja [tilbrigði við ljóð]: Seinni hluti (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Tómahljóð í heila. Raddir sín á milli deila og upp vaknar veila í sálu og geði. Með trúleysinu lagði ég eilífðina að veði. Hugsanlega, fölur, á hlýju dánarbeði, skipti ég um skoðun mína. Hver verður jú að hugsa um sína. Með andlit mót ljánum, hvert er þá tapið? Enda á hnjánum, trúi, kem í veg fyrir hrapið, fallið, niður í eldheita vítið. Held þá um krosslaga silfurgrýtið sem keypti ég mínútum áður. Skyndilega orðinn Drottni “mínum” háður sem eitt sinn hlaut háð eitt úr huganum sjúkum. Verð...

Trúarjátning trúleysingja [tilbrigði við ljóð] (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Reiði af öðrum meiði fyllir hjarta mitt líðan sem ég þekki ekki. Sálin hefur sína flekki en sakleysi mitt er þó sterkara en svo að ég þurfi að þvo þá af. Dýfa sjálfum mér á bólakaf. Gleypa hið blóðlitaða trúarhaf eða ganga við syndamerktan gaddavírsstaf. Er hvorki martýr né trúleysingjaflón. Er hvorki hræsnari né fagurt friðarblóm. Venjulegur maður sem er stundum glaður, graður eða alltof hraður á sér. Reyni að fylla alla gleði í kringum mig hér. En ég veit það þó vel að það þjónar best...

Ljóðið sem tryggði mér óvinsældir að eilífu [Gagnvirka internetmóðgunin] (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Síðskeggjaðir mussukommar, fjaðraskrýddir leðurhommar, þykjustunni femínistar, furðulegir mansonistar, þröngsjáandi bókstafsklerkar, leiðinlegar nöldurkverkar, hlandþambandi ræsisrónar, göndulblautir skápadónar, ískurhljóma táningspeyjar, síjarmandi gelgjumeyjar afneitandi trúleysingar, allir aðrir vitleysingar og… …aumingjar! Þið heila ykkar aldrei notið í höfði ykkar kál sem orðið er rotið þið fingrunum upp í báðar nasir potið og klórið ykkur í kollinum á meðan… …þið hugsið um tilsvörin...

Fönix flýgur heim (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
*** Samdi þetta ljóð fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hafði lent í vandræðum með áfengisneyslu mína nokkru áður en ljóðið var samið en var þarna loksins farinn að ná að fóta mig í lífinu aftur. Þetta er helvíti langt ljóð, efast stórlega um að einhverjir nenni að lesa þetta, en engu að síður myndi ég segja að þetta væri eitt af mínum betri verkum, þó ég segi sjálfur frá. Comment yrðu því vel þegin ;) *** I. Hluti: Í eldinum Í huga mér ískur og læti. Drottinn var nískur á kæti. Finn hvernig lífið...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok