Ég hef nýverið lesið greinina hérna um Lindows, en það er svosem ekki það eina. Maður hefur alla tíð alltaf verið að lesa greinar og rifrildi sem tengjast baráttu linux og windows. Mér finnst alveg merkilegt hvernig fólk þarf alltaf að láta. Af hverju má ekki nefna linux á nafn án þess að skíta yfir windows. Linux er frábært stýrikerfi, alls ekkert sorp. En Windows er það líka. Auðvitað er kostir og gallar við bæði kerfin. Til dæmis eins og einhver nefndi þá er Linux mun stabílla heldur en...