Út úr myrkrinu kem ég, ríðandi sægrænum hesti. Í herklæðum er ég og með höfuðdjásn. Systir kær, ég er farinn frá niðdimmum botni sjávar þar sem nóttin hefur klætt þig og kysst þín brostnu augu. Þegar við kvöddumst var líkami þinn rauður; litaður af öllum þínum tárum og hafið grét með þér. Far vel, ó systir, far vel, þú ert horfin í djúpið mikla, vindar fortíðar blása og syngja um liðinn heim. Nú set ég á mig vængi og flýg í átt til sólar þar sem englar eru allsstaðar og þar sem þú varst aldrei til.