ATH. Áður en þessi saga er lesin, þá legg ég til að þið lesið söguna um litlu saklausu ýsuna hana Hófí! Þorsteinn þorskur var mjög kappsamur þorskur. Hann var alltaf að keppa. Hann var svo orkumikill, en hann var líka stór. Hann var stór Þorskur. Þorsteinn var eitt sinn í skoðunarferð um nágrenni heimilis síns með tveimur vinum sínum, Þolla þorsk og Berg þorsk. Þeir fóru, eins og svo oft áður, í kapp. Þorsteinn vann að vanda og var kominn svo langt á undan Begga og Þolla að hann sá þá ekki...