Ef barnið þitt er 4-8 mánaða og er með hita, slefar mikið, er með bólginn góm, litla matarlyst og er pirrað, vaknar jafnvel upp grátandi nokkrum sinnum á nóttu, þá er ekki ólíklegt að barnið þitt sé að taka tennur. Oftast koma 2 neðri framtennurnar fyrst og nokkrum mánuðum síðar koma efri framtennurnar 4 og síðan koma neðri framtennurnar sitthvoru megin við þær sem voru komnar fyrir. Jaxlarnir koma síðast ásamt augntönnunum. Hvenær og hversu lengi það tekur barnið að fá tennur er mjög...