Ég átti langt, innihaldsríkt og fremur truflandi samtal við félaga minn um sama málefni fyrr í sumar, og við komumst að þeirri niðurstöðu að til væru fjórar gerðir af skoðunum: 1. Rangar skoðanir; þ.e. ef einstaklingur hefur skoðun á einhverju sem er þó staðreynd, t.d. ef ég er í rauðri peysu en þér finnst hún blá, þá er það röng skoðun. Líka ef þú segði að þér fyndist peysan rauð, þá væri það einnig röng skoðun, því það er staðreynd að peysan er rauð, þá er ekki hægt að finnast neitt um...