Föstudagurinn 7 maí Við mættum niðrí skátaheimili klukkan 20. Um 20:30 voru allir 12 sem ætluðu að fara komnir svo það var ekkert annað að gera en að leggja af stað upp í Lækjarbotna.. Þegar þangað var komið byrjuðu allir á því að koma sér fyrir.. Við settum útileguna með því að fara í nokkra hressandi og skemmtilega leiki.. Síðan fórum við inn og tókum því rólega og komum okkur betur fyrir.. Síðan fengum við okkur kvöldhressingu, tannburstuðum, sögðum draugasögur og fórum svo að sofa.....