Bróðirinn sem lifði Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Ari sat í herbergi sínu og loftið þar inni var þungt, blýþungt eins og hugsanir hans. Vorið, sem var að rjála við gluggann, kom honum ekkert við. Hann sat aðeins og starði fram fyrir sig, starði á tómatlitað spahettí í potti, þurrt og ógeðslegt eins og ánamaðkar, sem hafa gleymst í dollu úti í sólskini, starði á mynd af sjálfum sér í opnu vegabréfi. “Þetta er alls ekkert líkt þér,” hafði maðurinn á lögreglustö›inni sagt, er Ari lagði...