Hormónasukk Smásaga eftir Örn H. Bjarnason Það var komið vor, flessi árstími, sem gefur fyrirheit um svo margt, en efnir aðeins fátt eitt. Veturinn hafði verið langur fannst Geir, óralangur, kærastan í London, “að fullnuma sig,” eins og mamma hennar orðaði það, læra tungumálið eða guð má vita hvað, en hann hér heima og ekkert nema póstþjónustan að flytja skilaboð á milli og viðhalda ástinni. Prófin í Háskólanum voru nú framundan hjá honum og hann var ílla undir þau búin og í gærmorgun...