Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður 4. mars 1964, og voru þá stofnfélagar klúbbsins 96. Lítil rækt var á svæðinu þar sem stofnfélagar áætluðu að byggja völl, þannig farið var strax að tyrfa svæðið og grjóthreinsa það. Hlaut völlurinn nafnið Hólmsvöllur og sú nafngift á rætur að rekja til hólma nokkurs rétt utan strandarinnar. Fyrstu árin miðuðust framkvæmdir við að rífa grjótgarða, grjóthreinsa mela og fullrækta svæðið auk þess að koma yfir sig þaki, en fyrsti golfskálinn, 80 fermetra...