Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Atkvöld í kvöld hjá Helli. (0 álit)

í Skák og bridds fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Það er atkvöld í kvöld 1. des kl. 8 hjá Helli. Þrjár fimm mínútna skákir og þrjár tuttugu mínútna skákir. Allur aldur og styrkleikaflokkur velkominn. Dominos pizza í verðlaun.

Cadillac eða Lincoln. (12 álit)

í Bílar fyrir 21 árum
Ég er að spá í að fara að fá mér nýjan (gamlan) bíl. Var að spá í BMW en finnst þeir eiginlega ekki nógu flottir. Best líst mér á ameríska bíla og finnst mér Cadillac og Lincoln flottastir. Þannig að ég var að spá í hverju þið mælið með. Lincoln eða Cadillac?

Gamlir og gáðir jálkar. (1 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég hef undanfarið verið að skoða gamla bíla á sölum. Þannig er að ég hef ekki mikla peninga en hef gaman af fallegum bílum. Til að fá fallegan bíl þarf hann að vera gamall ef hann á að líta vel út, annars er hætt við að maður sitji uppi með Toyota Yaris. Nú, ég er búinn að skoða sölurnar og finn einn góðan, BMW750IA, 300 hestafla bíl með öllum græum. Þetta er 88módel, ekinn 150000 km, mjög vel með farinn, engar dældir eða ryð sjáanlegt svo heitið getur. Ég spyr, nú er sett á hann 650.000 kr....

Forsaga Hringadróttinssögu. (2 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég sökkti mér ofan í Hobbitann og Hringadróttinssögu sem krakki. Að sjálfsögðu fór ég á bíómyndirnar núna eftir að þær komu og hafði gaman af. Áhugi minn á hringafræðum hefur nú vaknað upp aftur og langar mig til að kynnast forsögu Hringadróttinssögu betur. Hobbitinn er auðvitað nokkurs konar inngangur að Hringadróttinssögu. Þar finnur Bilbó hringinn þó að það sé útúrdúr í þeirri sögu og hún að öðru leyti sjálfstæð. Hins vegar hef ég heyrt fleiri bóka um Miðgarð getið og langar til að lesa...

PC sýgur feitan! (4 álit)

í Windows fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Enn einu sinni hefur PC-framleiðendum tekist að sýna fram á andlega fátækt sína. Apple er búið að framleiða nýja tölvu sem er margfalt flottari en þessir PC-hlunkar. PC-skjáir eru feitir og ljótir. PC kann ekki að skrifa DVD-diska. MP3-spilarar fyrir PC geta kreist fram eitthvað í kringum 10 lög. iPod geymir 1000. PC er unuserfriendly. PC er drasl. Vildi bara benda ykkur á þetta.

Tolkien og Narnía. (3 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef nú ekki lesið þennan Potter. Hins vegar hef ég lesið að mig minnir allar Narníubækurnar eða a.m.k. flestar þeirra og auk þess Lord of the Rings og Hobbitann eftir Tolkien. Er reyndar að spá í að lesa Silmerilinn til að undirbúa mig fyrir bíómyndina. Ég hafði nú býsna gaman að þessum Narníubókum en að líkja þeim við Lord of the Rings, það eru helgispjöll. Ég leyfi mér að stórefast um að þessi Potter sé samanburðarhæf við Lord of the Rings. Lord of the Rings er og verður besta...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok