Congo African Grey. Jæja, þá er kominn tími á að maður skrifi hér stutta grein/umfjöllun um African Grey fuglinn. Eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir þá er þetta páfagaukategund, sem leggur jú uppruna sinn til Afríku. African Grey fuglinn skiptist í 2 tegundir, þær Timneh og Congo. Í þessari grein mun ég fjalla um þá síðarnefndu, Congo. ———————————————– Congo African Grey fuglinn er ósköp eðlilegur í útliti, hann er grár á búknum, aðeins ljósari á hausnum og eldrauður á stélinu,...