Kæru tónlistarunnendur. Nú í vikunni kemur út jólaplatan Stúfur þar sem níu íslensk bönd flytja níu jólalög, ýmist frumsamin eða tökulög. Platan endurspeglar að vissu leyti hvað er að gerast í íslenskri tónlist í dag, böndin eru flest frekar ung, sum hafa gefið út plötu og önnur ekki, en eiga það flest sameiginlegt að leika oft á tónleikastöðum bæjarins. Á plötunni fyrirfinnst rokk, raftónlist, djass, popp og einhverskonar hip-hopp. Allir ættu þ.a.l. að geta fundið eitthvað við sitt hæfi....