Hvað er málið með geisladiskaúrval á Íslandi? Ef tónlist er ekki spiluð á útvarpsstöðum eins og fm957 þá er ómögulegt að fá geisladiska með þeim! Tökum Skífuna til dæmis…eina tónlistin sem þar er hægt að finna er píkupopp fyrir utan einstaka góða geisladiska hjá metalinu. Það er bara ætlast til að maður hlusti ekki á annað en Britney Spears og Jennifer Lopez. Hvernig stendur á því að það er aldrei hægt að finna neina góða geisladiska hér á litla Íslandi? Ég veit ekki hversu oft ég hef farið...