Ég minni á að á að 24 des. (aðfangadag) mun Cassini geimfarið losa könnunarhnöttinn Huygens frá sér og senda til tunglsins Títans. Áætlað er að Huygens nái áfangastað 14 jan. 2005 og fer þá niður í gegnum forvitnilegan lofthjúp tunglsins. Cassini var sjö ár á leið til Satúrnusar og náði þangað í júní síðastliðið sumar. Huygens hefur verið vakin á sex mánaða fresti, í þriggja tíma “check” í hvert sinn, til að athuga hvort tækjabúnaður sé ekki í lagi. Verður spennandi að fylgjast með þessu og...