Það var einu sinni lítill sætur bréfberi sem var í hinu mesta sakleysi sínu að sinna starfi sínu. Einn daginn var hann að bera út in da ghetto og í garðinum hjá einu húsinu var lítill hundur. Greyið bréfberinn var svolítið smeykur við hundinn, líklegast útaf því að hann hafði slæma reynslu af hundum í gegnum tíðina. En hann beit á jaxlinn og hélt vinnu sinni áfram, ætlaði að fara innum hliðið og drífa þetta af, en þegar hann var búinn að opna hliðið byrjaði hundurinn að urra á hann....