Í kynningu FL Group á kaupunum á Sterling er samanburður á verðkennitölum félagsins og annarra lágfargjaldaflugfélaga. Greiningardeild Íslandsbanka hefur endurreiknað svokallað heildarkaupverð, eða EV, og segir að gangi spár um hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði Sterling eftir, þ.e. EBITDA, sé ljóst að kaupin á félaginu megi teljast hagfelld. “Áætluð EBITDA hjá Sterling á árinu 2006 er 345 milljónir danskra króna (DKK). Gefið er upp að kaupverðið sé 1,5 m. DKK en geti legið á bilinu...