Hljómsveitin Bárujárn varð fyrir því óláni að taska í hennar eigu hvarf eftir tónleika sem hún hélt á skemmtistaðnum Dillon á Laugarvegi síðastliðinn laugardag. Síðast sást til hennar í eldhúsi staðarins. Taskan er réttara sagt bakpoki, blár og fjólublár á lit og innihélt gítareffecta (grænan deley, svartan rat, holygrail reverb og tuner) og nokkrar snúrur. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hvar téður bakpoki er niðurkominn væri það meira en vel þegið. Fullum trúnaði heitið....