<i>Frétt af mbl.is</i> Breska útgáfu- og fjölmiðlafyrirtækið Bloomsbury tilkynnti í dag að fimmta bókin í bókaflokknum um galdrastrákinn Harry Potter kæmi út í júní. Bókin, sem nefnist Harry Potter og Fönixreglan, verður um þúsund blaðsíður og kemur úr 21. júní í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en tæp þrjú ár eru liðin frá því breski rithöfundurinn J.K. Rowlings sendi frá sér fjórðu bókina um Harry Potter. Sú bók, Harry...