Hefur einhver hérna lent í því að fá hraðasekt í útlöndum? Ég var tekinn í dag á bílaleigubíl í Kaupmannahöfn, á 82 km hraða þar sem leyfilegt er að keyra á 50 km hraða. Löggan sagði að ég fengi rukkun um sektina senda til Íslands og hún væri 1.500 DKK. Þeir tóku niður heimilisfangið mitt á Íslandi. Er einhver sem að hefur lent í þessu og veit hvort ég verð rukkaður?