Við mynni Fenris mar berst í fárviðri, ég munda mitt eggvopn til brynja. Horfi í gröf huldufólks frá suðri, heimkynni manna skal hrynja. ——————————————— Ríð á hesti, reika um dali, reisu langt að heiman fer. Fortíð mín um forna sali, flagðin ein við Ásgarð ber. ——————————————— Rísa tré sem turnar hátt, teygð á milli heima. Við vargöld klofnar Bifröst brátt, vættir senn nú gleymast.