ég ætla að fara að kaupa mér fartölvu og veit ekki alveg hvort ég ætti að fá mér Windows eða Mac eða bara eitthvað allt annað, og ég vil að þið segjið mér hverjir eru svona helstu kostir við það að nota Windows. Ég er að spá í tölvu sem ég get notað á netið, horft eitthvað á þætti og myndir, notað fyrir skólann og kannski eitthvað í leiki (ekkert heavy samt). Er að spá í svona sirka 100.000-130.000 kallinn. Svo væri líka gott ef þið nefnduð hvaða tegund hentaði mér best. Þakkir :)