Það skar í hjartað hvað þetta var fallegt. Hjálmar var nú ekki viðkvæmur maður en þetta hafði svo sannarlega áhrifa á hann. Bara þetta allt, þægilegt veðrið, rauðgul sólin, niðurinn í innsogi hafsins, gljúp fjaran, hönd Elísabetu í hendi sinni og gleðilegt suð í leikandi börnum í fjörumálinu. Hans börnum. Því hann vissi að svona augnablik yrðu fá í lífi hans, þar sem allt væri svona fullkomið. Hjálmar var yfirlýstur nihilisti og síður en svo heimskur. Mikið hafði hann pælt og lesið og hann...