Ég og Þófnir. Aðeins við tveir. Hér og nú. Lokabardaginn. Hann virtist ekki áhyggjufullur, þvert á móti, hann brosti sínu breiðasta. Ég sá að hann var búinn að draga sverðið sitt. Ég hló næstum því þegar ég sá sverðið. Þetta var fallegt svart hald, skreytt með útskornum dreka, minnst þrjúhundruð ára gamalt. En sverðið sjálft var bara smá stubbur, varla tíu sentímetrar, rétt nóg til að veita rispu. Ég bjóst til árásar, nú skildi hann fá að kenna á því. Allt í einu hjó hann til mín með...