Þú ert kominn yfir fyrstu hindrunina, þ.e. þú beittir frumkvæði, lærðir eitthvað nýtt og vilt nú læra meira. Vel gert! (Alvöruhrós!). Mér þykir þetta benda til þess, að þú getir hafist handa við eftirfarandi tvö lykilskref í átt að almennri færni: Lærðu að hugsa (betur). Þetta er bæði skemmtilegt og krefjandi verkefni. Í grunnskólum er nemendum mjög sjaldnast kenndur sá hlutur, sem þeim myndi einna helst gagnast, nefnilega að hugsa. Í því felst meðal annars að geta svarað flestum sínum...