Fyrir aðeins örfáum vikum síðan virtist óvíst að Minardi liðið gæti tekið þátt í keppnum í ár; liðið var án ökumanna, án bíls og án vélar, og á barmi gjaldþrots. Paul nokkur Stoddart, Ástralskur auðkýfingur, keypti liðið fyrir nokkru, og er búinn að gera góða hluti til að bjarga liðinu. Það verður þó að teljast nokkuð ótrúlegt að þeir skyldu ná að tjasla saman bíl, og ná að keyra hann 30 hringi án minnstu vandræða í dag. Nú eru aðeins rúmir 9 dagar í að keppnin í Ástralíu hefjist, svo þetta...