Sæl. Ég hef verið að velta þessum klassísku orðum, „Ég elska þig“, fyrir mér í nokkurn tíma. Ég er þá að tala um ást á milli konu og karls, konu og konu eða karls og karls, sem eiga í ástarsambandi. Ég er ekki að tala um það „að vera ástfanginn”, því ég a.m.k. lít á það sem tímabundið ástand manneskju sem er vitstola af þrá gagnvart annarri manneskju. Það ástand að geta ekki borðað, sofið, lifað án hinnar manneskjunnar í nokkur augnablik. Það að þurfa lífsnauðsynlega á hinni manneskjunni að...