Sem mikill Horace Silver fan ber mér skylda til að benda á að Horace vann mikið með Art Blakey, fyrsta platan sem þeir gerðu saman (að því er ég kemst næst) er “Horace Silver and the Jazz Messengers” þar sem The Preacher kom fram. Það er svo sannarlega eftir Silver og það kæmi mér mjög á óvart ef líka er til lag eftir Blakey með þessu sama nafni að viðbættu “the”. Ef litið er á tengsl þessara manna er langtum líklegra að um sé að ræða dæmigerðan misskilning þar sem frægari tónlistarmanninum...