Ég ætla að nöldra um dyrabjöllur. Ég haata dyrabjöllur hreinlega útaf því að þær tengjast leiðinlegum minningum og maður getur ekki komið hvernig sem er til dyra. Segjum t.d. að ég væri ein heima að tjútta í brjósthaldaranum, blúndupilsi, með tíkó og prinsessukórónu í hárinu syngjandi í hárbursta við lagið ‘‘can‘t touch this‘‘. Svo allt í einu dinglar e‘r dyrabjöllunni. Þá þarf ég að: leggja hárburstann frá mér, fara í bol eða peysu eða whatever, mjög líklega í buxur, taka tíkóið og kórónuna...