Vikan sem var að líða var hreint út sagt hræðileg. Ég fór með bílinn í söluskoðun og ég get talið upp þá hluti sem voru í lagi, fljótar, en þá sem voru í ólagi. Minn heit elskaði Suzuki Baleno er gallaður. Keyrður tæplega 92.000 km., lekur hann olíu um alla vél, þjappan helmingi minni á 4. stimpli en hinum, legur í gírkassa ónýtar og sitt hvað fleira, sem reyndar tími er kominn á, en það er ekkert til að gleðja mann ofan á þetta einsdæmi, þar sem þessir bílar eru með þeim bilanna minnstu á...