Hafið þið, þegar þið voruð yngri, átt skrítin gæludýr? Þá er ég að meina ánamaðka, randaflugur, geitungar, fiðrildi, járnsmiði og ýmislegt sem flestir fullornið kalla “ komiði þessu út úr húsi núna!” Ég hef átt um milljón gæludýr, venjuleg og óvenjuleg. Ég á það til að tína upp randaflugur með brotna vængi eða sem geta ekki flogið, sett þær í opna krukku og gefið þeim sykurvatn og tínt helling af blómum of oftast eru þær flognar í burtu daginn eftir :) Nýjasta gæludýrið mitt er núna...