Þetta er lokaútgáfa, sú sem ég skilaði kennaranum, endilega lesa og segja hvað ykkur finnst! Eftirsjá ,,Mamma”, kalla ég fram á gang. ,, Viltu hjálpa mér úr rúminu? “ ,,Já ég kem rétt strax, Birgir” Mamma kemur inn og hjálpar mér í hjólastólinn, já það er rétt ég er í hjólastól aðeins sextán ára gamall. Ég fer á minn uppáhaldsstað, fyrir framan stóra gluggann í stofunni.Glugginn byrjar á gólfinu og nær mjög hátt upp í loftið. Næstum eins og heill, gegnsær veggur. Þetta er staður sem ég get...