Það sem ég sé við veiði er útivist, félagsskapur og gleði. Það er fínt að vera úti í guðs grænni náttúrunni í félagsskap fugla og félaga. Svo er líka trix að ná fiskinum; á hvaða dýpi heldur hann sig, hvort er líklegra að hann taki maðk, spún eða flugu og hvar í vatninu er hann eiginlega? Þegar maður hefur fundið þetta allt saman út með rökræðum, tilraunum og gengið á mismunandi staði er rosaleg gleði sem fylgir þvi þegar fiskurinn bítur á. Annars er ég bara svona sérlundaður :)