Í gær fór fram fyrirlestur á vegum umhverfisráðuneytisins um árangur COP15 (loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna) í síðastliðnum mánuði. Það sem var athyglisvert við þessa samkomu var hversu vel hún endurspeglaði hina stærri loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn, þar sem leiðtogar fá að tjá sig óáreittir á meðan almúginn er barinn niður. Á fundi þessum var sungin lofgjörð um nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu leiðtoga stærstu ríkja heims, kurteislega klappað fyrir framsögumönnum og hlegið í vinsemd...