Hann Satan karlinn hefur alveg hræðilega gaman af því að gera okkur greyjunum hér ájörðinni lífið leitt og hefur sýnt alveg ótrúlegt ímyndunarafl þegar kemur að því að finna upp hin frumlegustu pyntingartól, til dæmis blöndunartæki í sturtu, Teletubbies (Stubbarnir), Kevin Cosner, þingmennska, fimmti bekkur, þýska, níundi áratugurinn og svo framvegis, en langverst af tólum kölska er þó án efa útvarpsvekjarinn, nánar tiltekið útvarpsvekjarinn MINN. Ég á útvarpsvekjara sem ber af öðrum...