Þrjá bílasprengju sprungu í Peking í Kína í morgun. Tveir létust og sex særðust. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en bifreiðarnar voru allar staðsettar fyrir utan opinberar byggingar, þar af skrifstofu saksóknara í borginni. Kínversk yfirvöld vilja lítið sem ekkert segja fréttamönnum. Ein kínversk fréttastöð hefur hinsvegar flutt fréttir af því að sprengjumaðurinn sé ósáttur bóndi sem eigi í lagalegum deilum við kínversk yfirvöld. Það hefur þó ekki verið staðfest.