Sælir, Ég var að fá mér þráðlausan acces point frá Planet og á í smá vandamáli. Málið er það að ég næ engu sambandi við hann , ég er búinn að koma þráðlausa netkortinu fyrir í vélinni minni og það virðist virka fínt. En þegar ég ætla að reyna að komast inn á boxið til að stilla það gerist ekkert, ekki einu sinni þegar ég tengi í það með netkapli. Vitið þið hvort að svona acces point eigi að svara pingi ? Ég er rosalega lítið inn í þessum netkerfum eins og þið kannski sjáið en allavega...