Hlustaðu nú á kveðju, köldum kistubotni frá. Rofinn róm sem bergmálar og svífur þarna hjá. Ofar, hvíla geislar, grafarbakkanum á. Umlukktir englum, sem aðeins hinir dánu sjá. Englar sem krjúpa og biðja, biðja um fleiri andartök að fá. Biðja um fleiri stundir, festingunni á. Þessi ljósblá, ljúfu augu, þau skáru svartnættið og földu mínar sorgir og færðu mér frið. Þau voru sem speglar, er sönnuðu að ég var til. En þarna drukknuðu draumarnir, í hamingjunnar hil. Nú kemur þú og kveður, og kissir...