Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

mir
mir Notandi frá fornöld 236 stig

Spor (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Stundum finnst mér eins og þjóðfélagið sitji í lest og lestin fer eftir sínum fyrirfram ákveðnu sporum sem löngu gleymdar kynslóðir lögðu með sínum eigin svita og blóði og tári. Fólkið situr rólegt í sínum úthlutuðu klefum, ýmist á fyrsta farrými, öðru, því þriðja eða einfaldlega engu. Það situr rólegt og fylgist með umhverfinu þjóta framhjá sér á ógnarhraða, öll tréin, engin og dýrin verða einungis óljósar sýnir augna sem hugsa með sér sjálfum “hvað er klukkan”. Lestin er á áætlun og tekur...

Naflaskoðun (1 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Mér hefur alltaf fundist dagurinn leiðnilegasti tími sólarhringsins, ég skil ekki afhverju þjóðfélagið breytir ekki skipulaginu og snýr öllu við, vinna á nóttinni og sofa á daginn, skemmta sér á daginn og horfa á fréttirnar á morgnana. Vöknum um kvöldmatarleytið og fáum okkur morgunmat, lesum kvöldfréttirnar og hefjum nýja nótt. Borðum hádegismat á miðnætti og hittum félagana á kaffihúsi upp úr fjögur. Elskum makann um morguninn og verðum andvaka á daginn, allt lokað, allt sefur á daginn...

Sumarvinnan (1 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eitt sumarið fékk ég vinnu sem málari. Maður getur ekki sagt að sú iðja hafi göfgað hug minn eða gjarðir að nokkru leyti og held ég að það skemmtilegasta sem gerðist þetta sumar var það að einn málarinn fór yfir um og drakk líter af málningu og lést skömmu síðar. Sjálfur gleðst ég vanalega ekki yfir dauða annarra og auðvelt væri að draga þá ályktun að ég sé siðblindur einstaklingur, það er þó ekki raunin, sumarið var einungis með eindæmum tíðindalaust. Reyndar fannst mér eins og sagan ber,...

"Sýndarsnobb" (7 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
ég var að hugsa eftir að hafa lesið skrif ykkar hér um “sýndarbækur” og aðrar skemmtilegar greinar í svipuðum dúr, hvernig er það, kaupið þið ykkur einhverntímann bækur? Eða snobbið þið bara fyrir hvort öðru með yfirborðskenndum lestri á Þórbergi, Laxness og öðrum kátum köllum sem þið finnið í bókahillunni hjá mömmu og pabba. (Biðst afsökunar á hrokanum í greininni, finnst samt skrif ykkar réttlæta hann)

Tilgangsleysið (4 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það að vakna er erfiðasti hluti dagsins, ekki útaf því að hann var svona þreyttur frekar af því hann vissi ekki hversvegna hann ætti að fara á fætur. Hvað bíður mín? Hugsar hann, ekkert! Hann vonar að hann sé að dreyma, vonar að hann muni skyndilega opna augun og sjá að gamla hvíta loftið með bleiku ljósakrónunni sé horfið. Hvaða missir væri það ef ég myndi bara sofa hér í allan dag og láta engan vita, ætli einhver myndi hringja? hvenær myndu menn taka eftir því að ég væri ekki mættur, væri...

Svanur (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er svanur, svanurinn sem rær tignarlega til þín á nóttinni og stígur fislétt í hjarta þitt. Þú finnur fiðring leika um vit þín og fegurðin verður áþreifanleg. En ég er bara svanur og ég les: Veiðitímabilið er hafið! Og skotið ríður af.

Meðvituð hugsun (15 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Smá pæling: Er meðvituð hugsun undirrót alls ills, ef svo er vænti ég auðvitað raka, sama gegnir um andstæðan pól.

Ímeil (5 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þakka vel unnin störf í gegnum árin og veglegan árangur, haltu áfram á sömu braut. Hlakka til þess að hitta yður. yðar einlægur Guð.

Hvað áttu? (3 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sumum finnst líkt og sérhvert skref sé skref sem þurfi ekki að taka, öll sú hreyfing sem við framkvæmum sé í raun með öllu tilgangslaus, því eftir eitt skref er hvort eð er annað eins sem bíður okkar, takmarkið er orðið svo óljóst að sumir eru hættir að hafa fyrir því að spyrja sig sjálfa spurninga sem vissulega er eitt skref af mörgum. Á móti mér bjó maður, sennilega orðin rétt rúmlega þrítugur, hann var ávallt vel til fara í jakkafötum frá Sævari Karli og vann að ég held við fasteignasölu....

Allslaus (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 8 mánuðum
(ég held að ég sé tæknilega fatlaður, því ég sendi þetta sama ljóð inn áðan en get ekki fundið það og held að eitthvað hafi klikkað, allvega, smá trega ljóð) Höfuð hennar, líkt og sveipað væri sólu, vakti himinin og strauk mér um kinn. Hún var móðir alls lífs, lífgjafi minn og leiðarvísir tilvistarlausrar sálar. Höfuð hennar, líkt og sveipað væri gulli auðgaði minn hug og gaf mér sýn. Sýn án sjónar, von án drauma og svefn er ég vakti. En sólin sest á hverjum degi og gullið selur eigandann...

Allslaus (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 8 mánuðum
(Jæja, smá tregi til þess að ég samsvari mér hér í flórunni) Höfuð hennar, líkt og sveipað væri sólu, vakti himinin og strauk mér um kinn. Hún var móðir alls lífs, lífgjafi minn og vegarvísir tilvistarlausrar sálar. Höfuð hennar, líkt og sveipað væri gulli, auðgaði hug minn og gaf mér sýn. Sýn án sjónar, von án drauma og svefn er ég vakti. En sólin sest á hverjum degi og gullið selur eigandann ódýrt. Svo í dag lifi ég án dags, allslaus til minningar um dýrðina.

dauðadómurinn (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það á að dæma mann til dauða. þeir úthrópa hann sem dauðann mann og ákveða að fría sig allri ábyrgð, þeir leyfa honum að velja hvernig dauða hann kýs helst. Eitur! þrumar hann, eitur skal ég drekka. Honum er færður bikar fullum af myrkri, er hann dreypir á mjöðinum finnur hann hvernig myrkrið faðmar heiladingulinn og hoppar af kátínu á milli heilahvelanna. Hann hnýgur niður á hnén máttvana og ringlaður en nær að hrópa “látum oss nú snæða!”

Vínrauð fljót (2 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
veröldin er sem vínrautt fljót sem allir synda í, Fólk er þó misjafnlega vel synt eins og gefur að skilja. sundtök þeirra eru misjöfn og ýmist góð eða slæm, margir rétt halda sér á yfirborðinu með klaufalegu marvaða sundi, á meðan aðrir fljúga áfram í venjulegu bringusundi. þeir sem synda skriðsundið þeytast fram úr hinum og kljúfa vatnið vel, margir þreytast þó fljótt. Sumir halda sér ekki á floti og hjálpast til við það að lita fljótið rautt. Svitinn lekur niður þreyttar kinnar...

Sendiboðinn. (1 álit)

í Smásögur fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það sem auðgar tilveruna er sennilega það fólk sem maður hittir og vekur áhuga manns, allavega get ég ekki hugsað mér skemmtilegri afþreyingu en þá að hlusta á heimsmyndir annara, sem sjá og túlka heiminn öðruvísi en ég. Allavega svo ég hafi ekki innganginn of langan eins höfundar hneigjast oft ósjálfrátt til þá fór ég á kaffihús(eins og svo oft áður), ég hef nefnilega þann leiðindar ókost sem er að ég get bara ekki lært heima hjá mér. Ég var nefnilega á leið í sögupróf(miðaldarsögu). Þarna...

Form (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ha? spyr hann og undrast, hljóðið kristallast í rúminu. dvelur guð í geimnum? Spyr hann sem aldrei gat, né vildi skilja, að tíminn tilbiður endinn. hvaða vélvirki knýr vindinn, veröld oss og tilvist? Spyr hin sveltandi sál. Er guð í geimnum, grátandi krókódílatárum? Hann Fórnaði forminu! Felst hið goðsagnakennda Frelsi í formi hins veraldlega? Spyr hin sveltandi sál. Er snertingin guðdómleg sökum rafboða heilans, Eða hins huglæga skilnings?

Þögn (0 álit)

í Ljóð fyrir 24 árum
Þögn í vitum þínum, þokukennt stef, fagurkennt lag sem frýs. Raddblær hugans rignir hugarást á þér og listinni að lifa. Erkióvinur hvers manns hugar hvílir með mér, aldrei fæ ég þig aftur. Syngjum lágt drottins sálm syrgjandi gullin ár, tákn glataðra gleði Sérhver tónn slitinn er, er sálin fölsk sem og veraldleg von. Stillum okkar strengi, svífum í hljómnum, frelsum fortíð okkar lífs. Mír*

Þögn (0 álit)

í Ljóð fyrir 24 árum
Þögn í vitum þínum, þokukennt stef, fagurkennt lag sem frýs. Raddblær hugans rignir hugarást á þér og listinni að lifa. Erkióvinur hvers manns hugar hvílir með mér, aldrei fæ ég þig aftur. Syngjum lágt drottins sálm syrgjandi gullin ár, tákn glataðra gleði Sérhver tónn slitinn er, er sálin fölsk sem og veraldleg von. Stillum okkar strengi, svífum í hljómnum, frelsum fortíð okkar lífs. Mír*

Ferðin (2 álit)

í Smásögur fyrir 24 árum
Hann stígur upp í strætóinn og býður góðan daginn, strætóbílstjórinn svarar ekki og er greinilega ekki sammála og kannski ekki nema von þegar bílstjórinn er búin að keyra sömu andskotans leiðina á tuttugu mínutna fresti síðan klukkan sjö í morgun. Augun hans blikka þegar klinkið skellur ofan á hitt klinkið í peningadúnknum sem er áfastur við hurðina, hurðin sem skilur bílstjórann frá hinum. Á hurðinni stendur “vinsamlegast talið ekki við bílstjórann er hann ekur” þar stendur hinsvegar ekkert...

Morfín (3 álit)

í Smásögur fyrir 24 árum
Nafnið ég heiti Gabríel, nafnið mitt var víst málamiðlun foreldra minna. Mamma mín trúir nefnilega á guð…kannski aðeins meira en allir hinir því allir hinir lifa víst í synd, eða það segir mamma allavega. Pabbi er ekkert svo trúaður og honum finnst alltaf jafnleiðinlegt að þurfa að mæta á samkomu með mömmu, reyndar finnst mér það hörmulegt líka en ég er líka bara sjö og hvað vita sjö ára gömul börn. Mamma segir allavega að þau séu heimsk en þess vegna séum við líka svo hreinar verur....

flugeldar krakkar=vitleysa (9 álit)

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég er búin að vera pæla svolítið svona í tilefni þess að gamlárskvöld er í nánd. það eru þessir krakkar sem eru að skjóta upp flugeldum! persónulega skil ég alveg krakkana og sjálfum fannst mér þetta alveg rosalega spennandi fyrir einhverjum árum en ég byrjaði að hugsa þegar ég fór að kaupa eld um daginn(já ég reyki og ekkert við það að athuga!) þá spurði afgreiðslu stúlkan mig um skilríki, og ég brást auðvitað illa við því í fyrsta lagi þá var ég ekki með skilríkin mín og hinsvegar þá...

Silfur (1 álit)

í Ljóð fyrir 24 árum, 1 mánuði
Höfuð heimsins er sveipað silfri, heimsins dýrasta tákni. von þessa heims vafinn í silfur, veraldlega vosbúð hugans. Skært skín silfrið myrkrinu í, svo skært að sjón er enginn. væri ekki nær að reyfa okkar von, við gullið frekar en vonleysið.

silfur (0 álit)

í Ljóð fyrir 24 árum, 1 mánuði
Höfuð heimsins er þakið silfri, silfri sem hefur ekkert verðgildi. Samt er það allt, allt sem ég vil, þrái og tilbið. samt öskra ég í myrkrið afhverju dagurinn í dag er dagur án dags.

Ef (1 álit)

í Ljóð fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ef ég væri klukka þá væri ég vitlaus klukka. Ef ég væri tími þá væri ég ekki afstæður tími. Ég væri fyrirsjánleg beiskja fastur í tíma og rúmi.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok