núna langar mig að vekja smá umræðu. Finnst ykkur, huganotendur góðir, að það ætti að banna spilakassa? Sjálfur er ég á móti því út af því að það eru til svo miklu fleiri ávanabindandi hlutir en þessir kassar. T.d. sýna rannsóknir að það er fleiri háðir Lengjunni en spilakössum. Hver er þín skoðun?
Ég er að reyna að massa mig upp og grennast. Ég er ekki feitur en er samt með pínu bumbu og svona þunnt fitulag yfir allan líkamann þannig að ég er ekkert skorinn. Allavegana var ég að pæla, fyrst ég er með fitubirgðir á líkamanum get ég þá ekki lyft eins mikið og ég vil án þess að líkaminn fari að brenna vöðvunum, svo lengi sem ég er með smá fitu á mér? Eða þarf maður alltaf að borða kolvetni þegar maður lyftir?
Ég byrjaði aftur í wcIII: TFT þar sem ég hef lítiða að gera í jólafríinu. Þar sem DotA er uppáhalds borðið mitt þá er ég búinn að spila það grimmt og rekist á nýjung (sem var ekki þegar ég hætti) sem er banlistinn. Það er sem sagt þannig að sá sem leavar í miðjum leik er bannaður. Allavegana, ég var að spila í gær og fer að lagga svona hrikalega. Hostinn var eitthvað bitur og bannaði mig fyrir laggið ásamt því að hann bannaði 2 gaura sem voru að feeda. Þannig að ég var að spá, hvar áfrýjar...
Ég var að testa demóið af þessum leik hjá vini mínum áðan og langar sjúkt í hann, en system requirements eru mjög tæp hjá mér. Ég var að pæla hvort einhver vissi slóð á dl á demóið af þessum leik (helst innanlands).
Ég var að spcee Tricking iT 2 og fannst það sick flott og langaði að skella í eitt svona myndband því að ég og nokkrir vinir mínir erum að fara að lana bráðlega. Var að spá hvort einhver gæti koið með smá leiðbeiningar um það hvernig maður tekur svona upp. Bætt við 21. október 2006 - 14:47 Specca** og komið**
Hvað er málið með Orson, að hann skyldi líta upp í Mike og finna út að Mike var í fangelsi og svo bara keyra yfir hann. Veit einhver hvaða agalega leyndarmál þessi maður hefur að geyma?
Hvað er uppáhalds tilvitnunin ykkar úr bíómynd, mín er: “I ran till my muscles burned and my veins pumped battery acid, then I ran some more” -Fight Clu
Mig dreymdi einhverntímann að ég væri að hlaupa fyrir utan sumarbústaðinn minn og svo duttu allar tennurnar úr mér. Las einhverntímann að það að tennurnar dyttu úr manni þýddi eitthvað en ég man ekki hvað. Getur einhver plz sagt mér það því ég vil ekki deyja!
Ég sá áðan Glitnis auglýsingu með lagi sem mér fannst mjög gott. Ég var að pæla hvort einhver bráðsnjall, fallegur og skemmtilegur hugari gæti sagt mér hvað það héti. Það er svona fullt af nöktu fólki í sömu stellingu og bygingarvélar og í laginu er fiðlur (að ég held).
Það er sagt: FRJÓSA, ekki frosna Það er: Frýs, fraus, frusum, frosið. Ekki: Frosna, frosnaði, frosnuðum, frosnað. Það er fucking pirrandi hvað margir segja “frosna”!
Ég veit ekki hvort þetta flokkast undir /heilsa, en ég er búinn að næla mér í 3 skordýrabit (veit ekkert hvaða bastarður beit mig). Mig klæjar hroðalega í þau og ég var að spá, af hverju klæjar mann þegar maður hefur verið bitinn?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..