Baldur Benónisson gekk út í hina dimmu Reykjavík, þar sem glæpir voru á hverju strái. Hann var nýbúinn að fá sér ljúffengan kaffisopa og var því ferskur fyrir nóttina. Hann gekk niður Laugaveginn sem var dimmur og drungalegur á þessum tíma kvölds, eins og ávallt. Baldri leiddist þessi göngutúr, sem hann hafði tekið upp í heilsubótarskyni fyrir um viku síðan, vegna strangra fyrirmæla heimilislæknis síns. Hann var víst það hægt kominn af hreyfingarleysi, að hann væri að dauða kominn og...