Þessi korkur er reyndar um bíómyndina, ekki Hellblazer, en ég vona að mér sé fyrirgefið. Ég fór að sjá þessa mynd í gærkvöldi, og ég verð að segja að ég var mjöööög ánægður með hana. Persónulega, þá er ég mikið á móti öllum þessum myndasögu-myndum (Spiderman, Hellboy, Punisher, Elektra o.s.fr.) en þessa fýlaði ég í botn! Það kom mér reyndar mjög á óvart, ég var búinn að dauðadæma hana áður en ég sá hana (ætlaði aldrei á hana til að byrja með, en það neitar enginn boði um ókeypis bíóferð,...