Ég skelli hurðinni á eftir mér og hleyp út, pabbi er í vondu skapi af því að ég vakti hann. Ég labba eftir gangstéttinni og tek ekki eftir Helgu og rekst í hana. Hún segjir ekki neitt og heldur bara áfram að labba. Helga er jafngömul og ég. Hún er meira að segja í sama bekk. Ég kem við í bakaríinu og fæ mér langloku með gúrku og sósu (eins og venjulega). Helga er vinsælasta stelpan í bekknum okkar. Ég er aðvitað of seinn eins og alltaf og fæ S í kladdann hjá Gunndóru því að hún kennir fyrstu...